Þórólfur er afmælisbarn dagsins:„Þú ert snill­ing­ur og okk­ur þykir mjög vænt um þig“

Auglýsing

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, er 67 ára í dag.

Hann fékk skemmtilega sungna afmæliskveðju á Facebook í tilefni dagsins frá „Vinum og Vandamönnum“, eins og sönghópurinn kallar sig. Í myndbandinu má sjá meðal annars sjá þá Kára Stefánsson, for­stjóra Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar og Björn Inga Hrafnsson, ritstjóra Viljans, bregða fyrir.

„Piltur fetaði framabraut af öllum mætti, lauk doktorsprófi í lýðheilsu og hlaut embætti sóttvarnalæknis hann Þórólfur Guðnason. Og þegar COVID brast á með sínum dauðadómi hófu landsmenn upp raust sína einum rómi: ÞÓRÓLFUR, þú ert landsins eina von!,“segir meðal annars í textanum sem sunginn er.

„Við vilj­um að þú vit­ir og finn­ir að við, og marg­ir marg­ir marg­ir fleiri Íslend­ing­ar, standa heils hug­ar á bak við þig og þín af­burða góðu og fórn­fúsu störf í þágu lands og þjóðar. Við get­um ekki ímyndað okk­ur hvers kon­ar álag það er að þurfa að taka all­ar þær ákv­arðanir sem þú hef­ur á herðunum, þurfa að taka til­lit til allra þeirra sjón­ar­miða og hags­munaaðila sem störf þín snerta, og að halda söns­um í gegn­um það allt. En hitt vit­um við og sjá­um, að þú höndl­ar það eins og allt annað, með al­gjör­um glæsi­brag. Þú ert snill­ing­ur og okk­ur þykir mjög vænt um þig,“ seg­ir í kveðju með myndbandinu.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram