Um 50 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög hafa skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar

Fræðslufundur Jafnvægisvogar FKA var haldinn í húsakynnum Deloitte í Kópavogi fimmtudaginn síðastliðinn. Þangað mættu um 40 aðilar sem eiga það sameiginlegt að vilja sjá aukið jafnvægi í kynjahlutföllum í stjórnarstörfum íslenskra fyrirtækja.

Vel sóttur fræðslufundur um árangur fyrirtækja í Jafnvægisvog FKA

Á fundinum voru fulltrúar samstarfsaðila Jafnvægisvogarinnar, ásamt fyrirtækjum sem hafa eða hyggjast skrifa undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogar FKA um að jafna stöðu kynja í stjórnarstöðum íslenskra fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga.

Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður FKA hélt erindi þar sem m.a. var fjallað um efnahagslegan ávinning af kynjajafnvægi sem hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að er umtalsverður. Einnig fjallaði Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu um verkefni tengd jafnréttismálum á vegum forsætisráðuneytisins og þau skref sem stigin hafa verið af hálfu ríkisstjórnarinnar til að gefa jafnréttismálum meira vægi. Það má helst nefna flutning á málaflokki um jafnréttismál til forsætisráðuneytisins og samþættingu jafnréttissjónarmiða við alla stefnumótun og áætlanagerð á vegum ríkisins. Ragnhildur sýndi fram á með rannsóknum að þarna er um áreiðanlegan mælikvarða að ræða sem skilar efnahagslegum bata fyrir fyrirtæki.

Einhver kynni að spyrja hvernig kynjajöfnuður getur haft áhrif á afkomu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ábatinn er augljós fyrir vinnumarkaðinn og samfélagið. European Institute for Gender Equality hefur kynnt rannsóknir sem sýna að aukið jafnvægi í stjórnunarstöðum leiðir til aukinnar landsframleiðslu. Ég tel að á næstu árum verði kynjajafnvægi í stjórnunarstöðum ein af þeim breytum sem fjárfestar munu vilja sjá, til að stuðla að bættri efnahagslegri afkomu fyrirtækja sinna. Neytendur geta einnig haft mikil áhrif og flýtt fyrir þessari þróun með því að taka mið af því hvernig fyrirtæki standa sig að þessu leyti þegar kemur að viðskiptaákvörðunum. „ sagði Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA í erindi sínu.

Einnig fjölluðu Sigurður Páll Hauksson, forstjóri Deloitte á Íslandi og Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri RB um ávinning af kynjajafnvægi innan sinna fyrirtækja og hvernig sá þáttur hefur almennt áhrif á starfsemi þeirra fyrirtækja.

Fleiri fyrirtæki sjá hag í kynjajafnvægi í stjórnum fyrirtækja

Nú hafa um 50 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög skrifað undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar og eitt nýtt fyrirtæki bættist í hópinn á fundinum í gær þegar Ragnheiður Björk Guðmundssdóttir, sviðsstjóri mannauðssviðs Olís skrifaði undir viljayfirlýsingu Jafnvægisvogar FKA.

Ráðstefna 5.nóvember

Ráðstefna Jafnvægisvogar verður haldin þann 5. nóvember nk. æa Grand hótel en þar verður farið yfir framfarir til þessa og  hvað við getum gert til að ná markmiðum okkar um 40/60 kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum árið 2027. Einnig gefst fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum tækifæri til að sameinast um metnaðarfull markmið um jafnvægi í stjórnunarstörfum með undirritun viljayfirlýsingar. Á ráðstefnunni verða einnig veittar viðurkenningar fyrir árangur sem náðst hefur hjá þeim fyrirtækjum sem undirrituðu viljayfirlýsingu á ráðstefnunni „Réttu upp hönd” á síðasta ári.

Auglýsing

læk

Instagram