158 Íslendingar vilja að Google gleymi sér

Google hefur fengið 158 beiðnir frá Íslandi um að fjarlægja 465 tengla úr niðurstöðum leitarvélar fyrirtækisins. Beiðnirnar koma í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu gegn Google frá því í maí á síðasta ári. Þetta kemur fram á Vísi.

Fólk hefur getað krafist þess að Google eyði persónulegum gögnum um það eftir að Mannréttindadómstólinn féllst á kröfu Spánverjans Mario Costeja González um að Google fjarlægði upplýsingar úr leitarvélinni um að uppboð hefði farið fram á heimili hans árið 1998.

Í svokallaðri gagnsæisskýrslu á vef Google er hægt að fletta þessum beiðnum upp eftir landi. Þar kemur fram að Google hefur samþykkt 27,1 prósent beiðnanna frá Íslandi og fjarlægt 108 tengla.

Í skýrslunni kemur einnig fram að algengast sé að fólk láti fjarlægja tengla sem vísa í Facebook.

Auglýsing

læk

Instagram