16 dælu sjálfsafgreiðslubjórveggur setur barþjóninn í bráða útrýmingarhættu

Barþjónninn hefur bæst á lista yfir starfsstéttir í útrýmingarhættu eftir að nemendafélag í háskólanum í Reading kynnti til sögunnar sérstakan sjálfsafgreiðslu bjórvegg. 16 bjórtegundir eru í boði á bjórveggnum og nemendur dæla sjálfir og greiða með korti en posi er við hverja dælu. Þetta kemur fram á vef The Telegraph.

Skjáir fyrir ofan hverja dælu sýna hvaða bjór er í boði ásamt upplýsingum um kostnað og bjórinn sjálfan, meðal annars áfengisprósentu.

Drink Command, fyrirtækið á bakvið vegginn, telur er að hann muni hraða afgreiðslu á bjór til muna ásamt því að minnka líkurnar á bjórþjófnaði. Verið er að kynna samskonar þjónustu víka í Bretandi og Írland — meðal annars á Hilton hótelunum.

Nú er bara spurning hvað Stúdentakjallarinn gerir.

Auglýsing

læk

Instagram