8 góðar stiklur frá Comic Con: Aquaman fær eigin mynd, Godzilla snýr aftur og ný ofurhetja frá DC

Nú um helgina fór myndasögu- og afþreytingarráðstefnan Comic Con fram í San Diego í Bandaríkjunum en hún er sú stærsta sinnar tegundar í heimium. Á ráðstefnunni nýta meðal annars stóru afþreyingarisarnir á borð við Marvel, DC, Warner Bros. og Disney tækifærið og frumsýna stiklur fyrir væntanlegar myndir og sjónvarpsþætti. Nútíminn tók saman það besta sem er væntanlegt í heimi sjónvarpsins og kvikmyndanna.

Aquaman fær sína eigin kvikmynd

Jason Momoa er Aquaman en hann sást fyrst í myndinni Justice League sem kom út á síðasta ári. Í þessari mynd reynir Aquaman að ná aftur völdum yfir höfunum sjö af bróður sínum og heyjar baráttu við bróður sinni um konungstólinn. Leikstjórinn Jason Wan reynir eins og hann getur að gera Aquaman svalan aftur.

Godzilla snýr aftur og Eleven þarf að takast á við skrímslin sem fylgja

Framhald myndarinnar Godzilla frá árinu 2014 sem gekki ekki nógu vel og var jafnvel ekki nógu góð. Spurning hvort að leikstjórinn og handritshöfundurinn Michael Dougherty geti gert betur. Nú þarf að sameina alla Títanana til þess að bjarga heiminum og auðvitað er Godzilla fremst í flokki. Aðdáendur ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð því kajui-goðsagnirnar Ghidorah kóngur, Morthra og Rodan birtast einnig í myndinni. Leikaravalið er heldur ekkert slor en ásamt Milly Bobby Brown leika Vera Farmiga, O’shea Jackson jr., Kyle Chandler, Charles Dance og Sally Hawkins í myndinni.

Fyndin ofurhetjumynd frá DC?

Er þetta mögulegt? Ofurhetjumyndin Shazam lofar góðu, það eru skemmtilegir ofurkraftar, fyndnir brandarar og handritið virðist vera gott af stiklunni að dæma. Ekki eitthvað sem búast má við af DC Comics en myndir þeirra eru þekktar fyrir að vera ofuralvarlegar, dökkar og dramatískar. Þessi mynd er það alls ekki sem gæti verið það sem DC þarf að halda á núna þegar gamanið gránar hjá Marvel. Mögulega besta ofurhetjumynd DC í áraraðir.

Fantastic Beasts and Ingvar E. Sigurðsson

Stikla fyrir aðra myndina í Fantastic Beasts-myndaflokknum var frumsýnd á Comic Con og Nútíminn greindi frá því fyrr í dag að Ingvar E. Sigurðsson birtist í henni. Í þessari framhaldsmynd sjáum við meira af galdraheiminum sem Harry Potter fæðist síðar inn í. Jude Law er Albus Dumbledore og Johnny Depp er Gellert Grindlewald. Depp birtist óvænt á pallborðsumræðu myndarinnar sem persóna sín í myndinni aðdáendum til mikillar ánægju.

Óvænt stikla Glersins lítur vel út

Kvikmyndin Split eftir leikstjórann M. Night Shyamalan með James McAvoy í aðalhlutverk sló nokkuð óvænt í gegn þegar hún kom út fyrir tveimur árum og kom aðdáendum á óvart að myndin reyndist vera nokkurs konar framhald Unbreakable frá árinu 2000. Nú virðist Shyamalan ætla að toppa sig en í Glass sameinar hann McAvoy og stjörnur myndarinnar Unbreakable, Bruce Willis og Samuel L. Jackson í óvenjulegri ofurhetjumynd.

Er læknir í húsinu?

Í fyrra var uppljóstrað að kona yrði næsti doktorinn í vísindaskáldskapsþáttunum vinsælu Dr. Who. Jodie Whittaker er fyrsta konan til að leika hinn sögufræga doktor og virðist taka sig vel út ef marka má nýju stikluna.

https://www.youtube.com/watch?v=f9M_fWXE54U

The Walking Dead og Rick Grimes kveður

Þær fréttir bárust um helgina að níunda serían af uppvakningaþáttunum The Walking Dead yrði sú síðasta sem leikarinn Andrew Lincoln, sem leikur lögreglustjórann Rick Grimes, birtist í. Áætlað er að hann hætti einhvern tímann áður en serían endar. Hvort það verði til þess að hrista upp í þáttunum kemur í ljós þegar þáttaröðin snýr aftur í október.

https://www.youtube.com/watch?v=Ebs8BN-e16c

Nightflyers úr smiðju George R. R. Martin (já, þið lásuð rétt)

Martin skrifar ekki bara um drekar og hvíta uppvakninga, ó, nei. Þessi sjónvarpsþáttaröð er byggð á bók sem hann skrifaði árið 1980 og kvikmynd sem var byggð á bókinni frá árinu 1987. Þættirnir gerast í geimnum og fullt af dularfullum hlutum gerast. Spennandi!

Auglýsing

læk

Instagram