Aðeins fimm Dominos-staðir í heiminum seldu fleiri pítsur en Dominos í Skeifunni í fyrra

Íslendingum finnst gott að borða pítsu, það er nokkuð ljós.

Aðeins fimm Dominos-staðir í heiminum seldu fleiri pítsur en Dominos í Skeifunni í fyrra. Staðurinn fékk verðlaun fyrir þennan árangur fyrr á þessu ári.

Þetta kemur fram á Vísi.

Sjá einnig: Fagurkerar syrgja brotthvarf gráðuostsins af matseðli Dominos: „Er þetta ekki siðmennta samfélag?“

Þar er rætt við Önnu F. Gísladóttur í markaðsdeild Dominos á Íslandi en hún segir þetta mikla viðurkenningu fyrir starfsfólkið í Skeifunni. Um eftirsótt verðlaun sé að ræða.

Árið 2014 fékk Dominos í Skeifunni verðlaun fyrir að vera einn af tíu söluhæstu stöðum í heimi.

Auglýsing

læk

Instagram