Aðeins tvær þáttaraðir eftir af Game of Thrones

Aðeins tvær þáttaraðir eru eftir af Game of Thrones, vinsælustu sjónvarpsþáttum heims. Þetta kom fram í ávarpi Casey Bloys, dagskrárstjóra sjónvarpstöðvarinnar HBO, á ráðstefnu bandarískra sjónvarpsgagnrýnenda í Beverly Hills.

Sjá einnig: Ísland var úti um allt í sjöttu seríu Game of Thrones, við tókum saman nokkrar myndir

Sjöttu þáttaröðinni af Game of Thrones lauk í júní. Tökur á sjöundu þáttaröð fara fram á Íslandi í janúar, eins og Nútíminn greindi fyrstur frá á dögunum. Heimildir Nútímans herma að tökurnar innihaldi sex stóra karaktera úr Game of Thrones.

Það er þó ekki öll von úti fyrir aðdáendur þáttanna. Casy Bloys sagðist nefnilega við sama tilefni vera opinn fyrir því að persónur úr Game of Thrones myndu fá framhaldslíf í nýjum þáttum.

Auglýsing

læk

Instagram