„Eina sem ég hugsa um er snjóbretti, líka á meðan ég spila tónlist”

Auglýsing

Tónlistarmaðurinn Ívar Pétur Kjartansson úr hljómsveitinni Fm Belfast er einnig mikill snjóbrettamaður og gaf nýlega frá sér bráðskemmtilegt snjóbrettamyndband. Þetta kom fram á Albumm.is.

„Baksagan er sú að mig langaði til að taka upp snjóbrettastöff á Austurlandi og vekja athygli á austurlandi sem „freeride“ áfangastað. Það er ennþá langtímaplanið.“ segir Ívar.

„Það eina sem ég hugsa um eru snjóbretti. Meira að segja á meðan ég er að spila tónlist. En snjóbrettahæfileikinn kom kannski ekki alveg eins náttúrulega og tónlistin og því er ég ennþá í tónlistinni og borga reikningana þannig.“

„Hafandi búið og starfað í Reykjavík á fullorðinsárum hef ég komist að því hversu mikil forréttindi það voru að alast upp á Seyðisfirði,“ viðurkennir hann og segir að frelsið hafi verið mikið. „Í minningunni var það í rauninni allt bæjarfélagið sem passaði upp á krakkana, alveg sama hver áhugamál þeirra voru. Svo máltækið „það tekur heilt þorp að ala upp barn” á vel við.“

Auglýsing

Hér fyrir neðan er hægt að horfa þetta skemmtilega myndband frá Ívari.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram