Fréttir Nútímans í útvarp, Síminn og Nútíminn gera samning um fréttir á K100

Frá og með deginum í dag heyrast fréttir Nútímans reglulega yfir daginn á útvarpstöðinni K100. Síminn og Nútíminn hafa gert samning sem felur í sér að Nútíminn flytur daglegar fréttir á útvarpsstöðinni.

Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, er spenntur — þó hann þurfi reyndar aðeins að slípa útvarpsröddina. En það kemur. „Þetta er mjög spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir hann.

Í kjölfarið verður svo nýr blaðamaður á Nútímanum kynntur til sögunnar í lok sumars og þá held ég að ég geti loksins sagt að Nútíminn sé orðinn alvöru.

Þá er bara hægt að segja eitt: Útvarp Reykjavík, nú verða sagðar fréttir.

Auglýsing

læk

Instagram