Hvar er best að búa?:„Mér leið bara ömurlega hérna fyrst“

Auglýsing

Elva Sturludóttir flutti ásamt manni sínum og tveimur sonum til Kosta Ríka í ágúst 2018.

Landið er gullfallegt og þau hafa notið lífsins þar síðastliðið árið. Það reyndi þó á þau fyrstu mánuðina að horfa upp á misskiptinguna og örbirgðina í næsta nágrenni við fallega blokkarsamfélagið sem þau bjuggu í.

„Mér finnst erfitt að hafa allt af öllu og miklu, miklu ,miklu meira til, þegar ég er svo í samskiptum við fólk sem að á varla fyrir hrísgrjónapoka.“ segir Elva.

En fjölskyldan er meðal þeirra sem rætt er við í þáttaröð Lóu Pind Hvar er best að búa?  Þátturinn sem hefst á Stöð 2 í kvöld kl. 19:10 er sá fyrsti af 8 þáttum þar sem Lóa Pind heimsækir fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum.

Auglýsing

Í þessum fyrsta þætti fylgjumst við með þeim hjónum að leita leiða til að framfleyta sér í Kosta Ríka – þar sem þau mega ekki vinna. En það er enginn skortur á hugmyndum hjá þeim, eins og sjá má í þætti kvöldsins.

Hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins.

Þetta kom fram á vef Vísis.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram