Nútíminn tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna

Nútíminn hefur verið tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna í flokknum efnis- og fréttaveita ársins. Þetta er í annað skipti sem Nútíminn er tilnefndur en vefurinn var valinn vefmiðill ársins 2014.

Vefirnir Hmagasin, Umræðan – umræðuvefur Landsbankans, Tímamót og vefur útvarpsstöðvarinnar K100 eru einnig tilnefndir í sama flokki. Hér má sjá lista yfir tilnefningar í öðrum flokkum.

Nútíminn fór í loftið 25. ágúst árið 2014 og segir fréttir af fólki og pólitík. Nútíminn leggur sérstaka áherslu á að útskýra fréttir í einföldu máli en hraðinn er slíkur í dag að erfitt getur verið að halda í við fréttaflutninginn. Þá opnaði Nútíminn sérstaka myndbandasíðu í fyrra þar sem myndbönd eru framleidd fyrir internetið og birt reglulega.

Verðlaunin verða afhent í Silfurbergi Hörpunnar á föstudaginn 27. janúar. Hátíðin hefst klukkan 18 en húsið opnar klukkan 17.

Auglýsing

læk

Instagram