Seinni undankeppni Söngvakeppninnar í kvöld

Bein útsending hefst kl 19:45 á RÚV frá seinni undankeppni Söngvakeppninnar, sem fram fer í Háskólabíó.

Fimm lög verða flutt í kvöld og munu áhorfendur kjósa tvö þeirra áfram í úrslitin. Síðasta laugardag komust lögin Almyrkvi með Dimmu og Klukkan tifar með þeim Ísold og Helgu áfram.

Úrslitakeppnin verður haldin 29. febrúar og þá kemur í ljós hverjir munu stíga á svið fyrir Íslands hönd í Rotterdam í maí á þessu ári. 

Lögin fimm sem keppa í kvöld eru:

GAGNAMAGNIÐ

Flytjendur: Daði og Gagnamagnið

Kosninganúmer: 900-9901

 

FELLIBYLUR

Flytjandi: Hildur Vala

Kosningamúmer: 900-9902

 

OCULIS VIDERE

Flytjandi: Iva

Kosninganúmer: 900-9903

 

EKKÓ

Flytjandi: Nína

Kosninganúmer: 900-9904

 

DREYMA

Flytjandi: Matti Matt

Kosninganúmer: 900-9905

Hægt er að hlusta á öll lögin á vefsíðunni songvakeppnin.is

Auglýsing

læk

Instagram