Vel sóttur rafrænn kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð

Vel yfir 200 manns sóttu rafrænan kynningarfund Samtaka iðnaðarins og Rannís um Tækniþróunarsjóð sem haldinn var 28. apríl sl. Þetta kemur fram á vef Rannís

Vel yfir 200 manns sóttu rafrænan kynningarfund Samtaka iðnaðarins  og Rannís um Tækniþróunarsjóð sem haldinn var 28. apríl 2020.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, setti fundinn. Tryggvi Þorgeirsson, formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs, gerði grein fyrir stöðu sjóðsins og næstu skrefum. Þá fór Sigurður Björnsson, sviðsstjóri rannsóknar- og nýsköpunarsviðs Rannís, yfir starfsemi Tækniþróunarsjóðs og greindi frá skattfrádrætti vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar.

Kolbrún Bjargmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís, sagði frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Fulltrúar félagsmanna SI sögðu frá reynslu sinni af umsóknarferli sjóðsins, þær Eva María Sigurbjörnsdóttir, framleiðslustjóri Eimverk, og Fida Abu Libdeh, eigandi og framkvæmdastjóri GeoSilica. Í lok fundar svöruðu frummælendur spurningum fundargesta. Fundarstjóri var Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á hugverkasviði SI.

Hægt er að nálgast glærur fundarins:

Fundurinn var tekinn upp og hægt er að skoða upptökuna hér að neðan:

Auglýsing

læk

Instagram