„Ég er loksins orðin alvöru Amsterdambúi“

Anna Lotta Michaelsdóttir er 21 árs sálfræðinemi í Amsterdam. Nútíminn spurði hana spjörunum úr um lífið sitt þar.

 

Hvað er það besta við að vera námsmaður í Amsterdam?
„Tvímælalaust að hjóla allt sem maður fer. Það er líka frábært búa á meginlandi sem gerir illa skipulagðar, ódýrar helgarferðir til útlanda að raunveruleika.“

Hvað er verst?
„Ofvaxna íslenska sjálfsálitið mitt átti mjög erfitt með að venjast tilhugsuninni um að vera einungis númer í tölvukerfi og geta ekki bankað upp á hjá rektor til að fara yfir smávægilega hluti.“

Hvað geriru þegar þú lyftir þér upp?
„Það eru mörg frábær brugghús í Amsterdam þar sem er rosa gaman að sitja og smakka sem mest. Glösin eru tiltölulega lítil til að hvetja mann til að prófa sem flestar tegundir. Uppáhalds mín eru Brouwerij ‘t Ij sem er staðsett hjá gamalli myllu í austur Amsterdam. Og Brouwerij de Prael sem er staðsett í miðjum gamla miðbænum við elsta torg Amsterdam.“

Hvers saknaru við Reykjavík?
„Fjalla.“

Hvað kom þér mest á óvart við Amsterdam?
„Fólk er ekki jafn opið og líbó og heimurinn virðist halda.“

Untitled-8

Hvað er best að borða í Amsterdam?
„Ég er ekki mjög hrifin af hollenskum mat. Allt er annað hvort djúpsteikt eða útatað í súkkulaði. Ef fólk langar enn að smakka, þá mæli ég með Hofje van Wijs, litlu veitingahúsi sem er búið að koma fyrir í gömlu klassísku Amsterdamhúsi í gamla miðbænum. Þeir eru með stuttan og síbreytilegan matseðil allt eftir því hvaða hráefni eru fersktust hverju sinni, og brugga sinn eigin bjór sem heitir eftir veitingastaðakettinum. Mjög kósí og næs. Þegar ég vil meira stuð fer ég gjarnan á Bazar. Húsnæðið var eitt sinn kirkja sem nú hefur verið breytt í háværan austurlenskan partíveitingastað með frábærum mat m.a. frá Marókkó, Tyrklandi og Líbanon.“

hofje2
Hofje van Wijs

hofje1
Hofje van Wijs

Hvað ber að forðast?
„Rauða hverfið. Vissulega áhugavert menningarfyrirbæri en þessar þrjár götur virðast vera einhverskonar túristasvarthol þar sem ferðalangar eyða heilum helgum á dýrum, meðalgóðum börum og missa af hinum 97% (og miklu fallegri og áhugaverðari hlutum) borgarinnar. Djammið þar er ekki einusinni skemmtilegt. Mæli miklu frekar með að leigja hjól og fara í almenningsgarða og á söfn og útimarkaði og tónleika fyrir þá sem vilja upplifa hina sönnu (yndislegu) Amsterdam.“

Anna Lotta tístir um lífið í Amsterdam á Twitter.

https://twitter.com/Michaelsdottir/status/539761631165943809

https://twitter.com/Michaelsdottir/status/530811569861832706

Auglýsing

læk

Instagram