Árný og Daði giftu sig hjá sýslumanninum á Selfossi: Ákvaðu að nýta tækifærið yfir Airwaves

Auglýsing

Listakonan Árný Fjóla Ásmundsdóttir og tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson komu öllum að óvörum og giftu sig í morgun.

Sjá einnig: Árný og Daði tóku magnaða ábreiðu af öllum lögunum í Söngvakeppninni

Það vakti athygli þegar þau skráðu sig í hjónaband á Facebook en í samtali við Nútímann greindu þau frá því að þau ákváðu að nýta tækifærið á meðan þau eru hér á Íslandi yfir Iceland Airwaves hátíðina.

Þau giftu sig hjá sýslumanninum á Selfossi í faðmi fjölskyldunnar. Hjónin heilluðu landsmenn upp úr skónum þegar þau tóku þátt í Söngvakeppni RÚV á síðasta ári.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram