Aron Pálmars með sprungu í kinnbeini

Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson er bólginn eftir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Myndataka hefur leitt í ljós að hann er með sprungu í kinnbeini. Þetta kemur fram á vef DV. Þar kemur fram að Aron hafi fengið högg og í kjölfarið runnið til í hálku og dottið.

Aron missti af æfingu landsliðsins í dag en Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segist í samtali við Vísi eiga von á honum aftur 2. janúar.

Þetta eru fáar æfingar sem við fáum allir saman í aðdraganda þessa móts og því skiptir hver æfing miklu máli. Í dag ætluðum við að vinna með atriði þar sem hann er í vissu lykilhlutverki og slæmt að hann geti ekki tekið þátt í því.

Aron segir á Vísi að hann hafi búið sig undir það versta miðað við fyrstu tíðindin sem hann fékk af atvikinu.

„En svo heyrði ég í honum sjálfum og varð rólegri. Ég hef ekki áhyggjur af öðru en að hann kom inn í þetta verkefni með okkur af fullum krafti. Hann var farinn að hlakka mikið til að taka þátt í mótinu og ég hef fulla trú á því að við náum að vinna úr þessu.“

Auglýsing

læk

Instagram