Ásgeir Trausti í nýrri hljómsveit

Auglýsing

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hefur verið á ferð og flugi um heiminn með tónlist sína undanfarna mánuði. Hann hefur nú stofnað hljómsveit ásamt félögum sínum, þeim Guðmundi Kristni Jónssyni, Sigurði Guðmundssyni og bróður sínum, Þorsteini Einarssyni. Þeir eru allir í reggíhljómsveitinni Hjálmum. Hljómsveitin ber nafnið Uniimog, eflaust frægum trukki Mercedes Benz til heiðurs. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Guðmundur Kristinn, eða Kiddi í Hjálmum, segir í samtali við Fréttablaðið að hljómsveitin hafi verið stofnuð til að fá útrás þegar þeir félagar léku undir á tónleikaferðalagi með Ásgeiri.

Það má eiginlega segja að Ásgeir sé að gera okkur eins konar greiða til baka, við erum búnir að vera á tónleikaferðalagi með honum út um allan heim en það er mjög gaman að fá hann í bandið.

Upptökubúnaður var tekinn með á tónleikaferðalag og plata tekin upp í hótelherbergjum víða um heim. Platan er tilbúin og heitir því viðeigandi nafni Yfir hafið.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram