Ásmundur fékk 2,5 milljónir umfram rekstrarkostnað á bílnum sínum

Rekstrarkostnaðurinn á Kia Sportage-bíl Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, er rúmlega tvær milljónir á ári. Ásmundur fékk hins vegar um 4,6 milljónir króna aksturskostnað endurgreiddar frá Alþingi í fyrra. Þetta kom fram í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

Sjá einnig: Fjórar ástæður fyrir því að aksturspeningamálið er raunverulegur skandall

Morgunútvarpið fékk FÍB til að reikna út hvað það kostar að reka bíl eins og Ásmundur á í eitt ár. Ásmundur ekur Kia Sportage jeppling árgerð 2016. Hann ók um 48 þúsund kílómetra á vegum þingsins í fyrra samkvæmt svari forseta Alþingis við fyrirspurn þingmanns Pírata.

Á meðal þess sem FÍB tekur inn í dæmið er 653.676 krónur í  dísilolíu, 270.000 krónur í viðhald og viðgerðir, 90.000 krónur í hjólbarða og  160.000 krónur í tryggingar.

Nánar um útreikningana á vef RÚV. 

Auglýsing

læk

Instagram