Ásta skaut á Svein Andra í Séð og heyrt eftir að hún fann hann óvænt á Tinder: „Ekkert illt á milli okkar“

Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, ritstjóri Séð og heyrt, segir ekkert illt á milli sín og lögmannsins Sveins Andra Sveinssonar.

Slúðurmolar úr nýjasta tölublaði Séð og heyrt, þar sem þau koma bæði við sögu, hafa vakið talsverða athygli en þar segir: „… að Sveinn Andri Sveinsson sé svalur á Tinder.“ Strax á eftir segir að ritstjóri blaðsins sé ekki á Tinder.

mbl.is fjallaði um málið og sagði Séð og heyrt hafi skotið á Svein Andra. Þar kemur einnig fram að í haust hafi Ásta og Sveinn verið að „rugla saman reytum“. Nú kveði aftur á móti við annan tón. „Hann kominn á Tinder og hún mögulega í öðrum hugleiðingum,“ segir í umfjöllun mbl.is.

Ásta ítrekar í samtali við Nútímann að ekkert illt sé á milli hennar og Sveins Andra. „Við erum rosa góðir vinir, alltaf saman í leikhúsinu,“ segir hún.

„Ég var að leita að frægu fólki á Tinder,“ segir hún og hlær en við leitina áttaði hún sig á því að Sveinn Andri notar appið og ákvað hún að skrifa um það í blaðið og læða sjálfri sér að um leið.

Sjálf segist hún ekki nota appið, nema í sjö mínútur í sumar þegar EM í fótbolta stóð sem hæst. „Ég vissi ekkert hvað ég var að gera, þetta var svo ruglingslegt, ég sá frændur mína,“ segir hún.

Hún segir að henni hafi liðið eins og hún væri að kíkja á fólk án þess að það vissi af því. „Mér fannst eitthvað skrýtið við þetta,“ segir Ásta og bætir við að hún hafi henti appinu út úr símanum símanum.

Auglýsing

læk

Instagram