Berglind Festival fékk ekki launahækkun fyrir óborganlegan texta um Pringles: „Líf mitt hélt áfram“

Rithöfundurinn Blair Thornburgh tísti í vikunni um matseðlana í flugvélum Icelandair og lagði til að höfundurinn fengi launahækkun, enda um mjög skemmtilega texta að ræða.

Tístið vakti mikla athygli og þegar þetta er skrifað eru lækin komin yfir átta þúsund

Á meðal þess sem Blair bendir á er þessi texti um Pringles-flögurnar. Það eru ekki allir sem láta sér detta í hug að nota sem sölupunkt hversu auðvelt er að stafla flögunum en þessi dularfulli hulduhöfundur, sem ætti auðvitað á launahækkun, gerði það.

En hver er dularfulli hulduhöfundurinn?

Þegar SKE fjallaði um málið í vikunni kom fram að Blair ætti þessi gylltu orð um Pringles. En það er ekki alveg rétt. Það var nefnilega engin önnur en Berglind Pétursdóttir, best þekkt sem Berglind Festival.

Og nei, hún fékk enga launahækkun

Berglind segir að um fyrsta verkefnið sitt í auglýsingabransanum sé að ræða. „Líf mitt hélt áfram og ég pældi ekkert meira í þessu verkefni,“ segir hún í samtali við Nútímann. „Svo þegar ég fór næst í flug sá ég að næstum allt sem ég hafði skrifað hafði verið prentað. Og ég stal matseðlinum úr flugvélinni.“

Já, allt er gott sem endar vel!

Auglýsing

læk

Instagram