Börn grétu um jólin þegar leikfangið Hatchimal klaktist ekki út, foreldrar kvarta á Twitter

Auglýsing

Leikfangið Hatchimal, sem tröllreið jólunum hjá bandarískum fjölskyldum í ár, olli töluverðum vonbrigðum hjá sumum þeirra sem fengu það að gjöf.

Leikfangið er úr plasteggi, en úr því á að klekjast lítill ungi sem bregst við ástúð barna með blikkandi augum og hljóði. Einnig er hægt að kenna leikfanginu að tala.

Gleðin yfir því að hafa náð í eitt slíkt var þó skammvinn þar sem leikfangið virðist í sumum tilvikum ekki klekjast út, líkt og kemur fram í frétt Fortune. 

Margir foreldrar biðu vikum saman eftir leikfanginu vinsæla í von um að geta fært barni sínu eitt slíkt á jólunum. Samkvæmt Vísi.is var leikfangið ekki síður vinsælt hér á landi, en foreldrar biðu í röð á Korputorgi eftir leikfanginu sem nú er ófáanlegt.

Eins og sjá má á meðfylgjandi tístum voru mörg börn svekkt og vonsvikin…

Auglýsing

Leikfangið eyðilagði jólin…

Leikfangið kom ekki út úr egginu og barnið grét.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram