Brúnegg héldu áfram að brjóta af sér eftir Kastljósþáttinn, fyrirtækið er gjaldþrota

Brúnegg héldu áfram að brjóta af sér eftir Kastljósþáttinn sem varpaði ljósi á brot fyrirtækisins. Þátturinn var sendur út í nóvember en alvarlegast brotið átti sér stað í byrjun desember.

Eigendur Brúneggja hafa óskað eftir því að félagið verði tekið til gjaldþotaskipta og hefur öllu starfsfólki þess verið sagt upp.

Þetta kemur fram í frétt RÚV.

7. desember á síðasta ári fór héraðsdýralæknir í eftirlitsferð í uppeldishús Brúneggja á Stafholtsveggjum í Borgarfirði sem reyndist yfirfullt. Héraðsdýralæknirinn lýsir aðkomunni þannig í skoðunarskýrslu að ekki hafi verið hægt að fóta sig í húsinu fyrir fugli, líkt og kemur fram í frétt RÚV.

Forsvarsmenn fyrirtækisins sögðu að 3.500 fuglar væru í húsinu en Matvælastofnun taldi húsið aðeins rúma 2.100 fugla.

Fimm dögum síðar fór héraðsdýralæknrinn aftur til að taka út úrbætur en þá hafði ástandið snarversnað. Hænurnar voru farnar að verpa í stórum stíl og dauður fugl sást við fóðurlínu. Matvælastofnun hótaði tafarlausri vörslusviptingu en forsvarsmenn fyrirtækisins létu flytja fuglana úr húsinu áður en til hennar kom.

Matvælastofnun ákvað að telja fuglana þegar þeir voru fluttir. Reiknað var út að fuglarnir í húsinu hefðu alls ekki verið 3.500 talsins, eins og Brúnegg héldu fram, heldur 5.500-6.000. Jafnvel þó að húsið hafi rúmað rúmlega tvö þúsund fugla var fóðurkerfi þess aðeins fyrir rúmlega 1.100 fugla.

Matvælastofnun ætlar að kæra málið til lögregla eða beita sektum.

Auglýsing

læk

Instagram