Styrkur ammóníaks of mikill hjá Brúneggjum, mega ekki taka inn nýja fugla

Auglýsing

Brúnegg ehf. mega ekki flytja fleiri varphænur í framleiðsluhús sín að Teigi og Silfurhöll fyrr en loftgæði þar hafa verið bætt.

Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar en mbl.is greindi fyrst frá.

Umfjöllun Kastljóss um blekkingar Brúneggja hefur vakið gríðarlega athygli. Á meðal þess sem kom fram í umfjölluninni var að aðbúnaður hæna á hænsnabúum fyrirtækisins er skelfilegur. Hér má sjá örskýringu um málið. 

Myndband: Unaðslegur dagur í lífi hænu í búi Brúneggja í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV

Auglýsing

Mælingar stofnunarinnar á ammóníaki í húsinunum hafa sýnt að gildi eru yfir leyfilegu hámarki í húsinum. Úrbætur sem gerðar hafa verið þar eru því ekki fullnægjandi.

Ammóníak er ertandi lofttegund sem berst úr fugladriti í andrúmsloftið í framleiðsluhúsum alifugla. Ef fugladritið er ekki fjarlægt og/eða loftræsting er ófullnægkandi eykst styrkur ammóníaks og getur það valdið fuglunum vanlíðan.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram