Bubbi Morthens á hvíta tjaldið: Fer með hlutverk í rómantískri gamanmynd

Bubbi Morthens fer með aukahlutverk í rómantísku gamanmyndinni Fyrir framan annað fólk. Tökur standa nú yfir á myndinni en með aðal­hlut­verk fara Hilm­ir Snær, Snorri Engil­berts, Svandís Dóra Reimars­dótt­ir og Haf­dís Helga Helga­dótt­ir. Þetta kemur fram á mbl.is.

Sjá einnig: Ben Affleck á typpinu í Gone Girl: Hilmir Snær segir sum atriði kalla á nekt

Á mbl.is kemur fram að myndin ger­ist að stór­um hluta á aug­lýs­inga­stof­unni PIP­ARTBWA. myndin fjallar um grafíska hönnuðinnn Húbert sem á erfitt með samskipti við hitt kynið.

Hann kynnist draumadísinni Hönnu í vinnustaðarpartíi en kann engar aðferðir til að nálgast hana og í hita augnabliksins bregður hann á það ráð að herma eftir kvennabósanum yfirmanni sínum sem kann öll trixin í bókinni.

Hilmir Snær leikur framkvæmdastjóra stofunnar en Valgeir Magnússon, best þekktur sem Valli Sport, segir í samtali við mbl.is að það sé ekki leiðinlegt að láta stórleikarann leika sin.

Karakt­er­inn er samt sem áður ekki byggður á mér held­ur er hann hug­ar­smíð Óskars. Sögu­sviðið er bara stof­an sem ég vinn á. Til dæm­is ek ég yf­ir­leitt um á smá­bíl­um en fram­kvæmda­stjóri PIP­ARTBWA í mynd­inni ekur um á Maserati.

 

Tök­ur klár­ast í ág­úst og frum­sýn­ing verður í fe­brú­ar 2016.

Auglýsing

læk

Instagram