Búið að yfirheyra „áreiðanlegan mann“ sem kom með ábendingu um Geirfinnsmálið

Lögreglan á Austurlandi hefur yfirheyrt karlmann sem fyrir nokkru lét settan ríkissaksóknara í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála vita að hann byggi yfir upplýsingum sem kynnu að hafa áhrif á það hvort Endurupptökunefnd ákveður að taka málin upp að nýju.

Þetta kemur fram í frétt RÚV. Þar segir að Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari, vilji ekkert segja um hvers eðlis ábending mannsins er. Ábendingin snýr að Geirfinnsmálinu.

Sjá einnig: Ný ábending í Guðmundar- eða Geirfinnsmálinu, kemur frá „mjög traustum aðila“

Ekki liggur fyrir hvort fleiri skýrslur verði teknar eða hvort það sem maðurinn hafði að segja verði rannsakað frekar.

Maðurinn er ekki í hópi þeirra sem tóku þátt í rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálananna fyrir fjörutíu árum.

Ábending mannsins varð til þess að nefndin frestaði því í síðasta mánuði að ákveða hvort málin tvö yrðu tekin upp að nýju, líkt og kemur fram í frétt RÚV. 

Auglýsing

læk

Instagram