Byssur í lögreglubíla í Reykjavík í desember, lögreglan þarf að geta varið sig og borgarana

Stefnt er að því að skammbyssum verði komið fyrir í sérstökum vopnakassa í lögreglubílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um miðjan desember. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að tilgangurinn sé að minnka viðbragðstíma vopnaðra lögreglumanna þar sem það getur tekið sérsveit ríkislögreglustjóra nokkurn tíma að mæta á vettvang. Sérsveitin hefur hingað til verið eina lögregluliðið á höfuðborgarsvæðinu með vopn á sér.

Það er staðarlögreglan sem ber ábyrgð á fyrstu viðbrögðum í öllum málum og einnig vopnamálum. Þegar sérsveitin kemur á vettvang yfirtaka þeir hann en staðarlögreglan þarf að geta varið sig sem og borgarana.

Í Fréttablaðinu kemur fram að lögregluþjónar muni ekki hafa aðgang að skammbyssunum án aðgangskóða að vopnakassanum frá yfirmanni sem metur nauðsyn þess í hverju tilviki fyrir sig.

Sjá einnig: Topp 6: Instagram-síða löggunnar eftir ár

Ásgeir segir í Fréttablaðinu að það liggi ekki fyrir að aðrar tegundir af skotvopnum verði settar í bílana „Það þyrfti að breyta reglunum til þess að hríðskotabyssur yrðu settar í bílana,“ segir hann.

„Lögreglumenn á Íslandi vilja áfram vera vopnlausir en vilja geta unnið störf sín vel og geta komið sjálfum sér og öðrum í þjóðfélaginu til bjargar.“

Auglýsing

læk

Instagram