Chester Bennington söngvari hljómsveitarinnar Linkin Park látinn

Chester Bennington, söngvari hljómsveitarinnar Linkin Park, er látinn. Hann var 41 árs gamall.

Samkvæmt vefmiðlinum TMZ hengdi Bennington sjálfan sig á heimili sínu í Los Angeles í dag. Þetta staðfesta yfirvöld í frétt TMZ. Bennington skilur eftir sig eiginkonu og sex börn.

Linkin Park var stofnuð árið 1996 en sló í gegn árið 2000 með plötunni Hybrid Theory. Hljómsveitin hefur selt fleiri en 70 milljón plötur um allan heim og unnið til tveggja Grammy-verðlauna.

Auglýsing

læk

Instagram