Darren Aronofsky hrósar Vonarstræti á Twitter

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Darren Aronofsky bendir rúmlega 181 þúsund fylgjendum sínum á Twitter á að Vonarstræti sé „mjög góð mynd“. Vonarstræti, eða Life in a Fishbowl á ensku, var frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í vikunni og Aronofsky er ánægður ef marka má þessa færslu sem hann setti inn í kvöld:

Darren Aronofsky er ekki ókunnugur Íslandi en hann leikstýrði kvikmyndinni Noah, sem var tekin upp að hluta hér á landi. Þá hefur hann látið sig umhverfisvernd á Íslandi varða og stutt Náttúruverndarsamtök Íslands.

Aronofsky leikstýrði einnig hinum frábæru The Wrestler, Black Swan og Requiem for a Dream.

Auglýsing

læk

Instagram