David Schwimmer gefur fjarvistarsönnun vegna ránsins í Blackpool: „Eins og þið sjáið þá var ég í New York“

Bandaríski leikarinn David Schwimmer hefur staðfest að það var ekki hann sem stal bjórkassa úr verslun í Blackpool í gær. Schwimmer birti sprenghlægilegt myndband á Twitter síðu sinni sem sannaði að hann var staddur í New York á meðan atvikið átti sér stað.

Lögreglan í Blackpool á Englandi auglýsti í gær eftir manni sem er talinn hafa stolið bjórkassa í verslun í borginni. Auglýsingin vaki mikla athygli um allan heim þar sem maðurinn er talinn sláandi líkur Schwimmer sem flestir þekkja sem Ross í sjónvarpsþáttunum Friends.

Lögreglan í Blackpool fékk margar ábendingar frá aðdáendum þáttanna og sá engan annan kost en að fullvissa fólk um að ræninginn væri ekki David Schwimmer.

Schwimmer staðfesti þetta með myndbandi í dag en hann óskaði lögreglunni einnig góðs gengis með rannsóknina.

Auglýsing

læk

Instagram