Debbie náði loksins sambandi við Freddy eftir mikla píslargöngu á Twitter-síðu Árna

Debbie Mann er komin í samband við Freddie sem hún leitaði að í gegnum ljósmyndarann Árna Torfason í gær. Nútíminn greindi frá píslargöngu hennar á Twitter-síðu Árna, sem taldi að hún ætlaði að hafa af honum fé og grínaðist því í henni fyrir opnum tjöldum, og vakti fréttin mikla athygli.

Sjá einnig: Árni grínaðist í konu sem hann hélt að ætlaði að svindla á sér og úr varð risastór misskilningur

Freddie heitir í raun og veru Árni en þannig varð þessi mikli misskilningur til. Debbie hafði samband við Árna Torfason en ætlaði að hafa samband við allt annan Árna. Árni Torfason var hins vegar handviss að um svindlara væri að ræða og tók beiðni hennar um að finna Freddie því ekki alvarlega. Í fyrstu.

„Ég var svo 100% viss um að það væri einhver kona að fara að plata mig í skype símtal og fá mig til að senda æsandi myndir og kúga út úr mér pening þannig að ég ákvað að sprella aðeins í henni,“ segir Árni í samtali við Nútímann í gær.

Árni Torfason sá að sér og hjálpaði Debbie að finna hinn rétta Árna, sem hún kallar Freddy, og í dag bárust gleðifréttir.

Hinn rétti Freddy er sem sagt kominn í leitirnar.

Auglýsing

læk

Instagram