Denis ekki hluti af kokkalandsliðinu: „Rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni“

Denis Shramko vann til gullverðlauna með íslenska kokkalandsliðinu í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða í Lúxemborg um síðustu helgi. Í kjölfar frétta af fangelsisdómi hans hefur klúbbur matreiðslumeistara áréttað að Denis sé hvorki meðlimur í klúbbnum né íslenska kokkalandsliðinu.

Denis var á föstudag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir en í tilkynningu sem var send á fjölmiðla segir að hann hafi keppt í einstaklingskeppni sem Íslendingur í sykurgerðarlist. Klúbbur matreiðslumeistara óskar honum til hamingju en áréttar að hann hafi tekið þátt í keppninni á eigin vegum.

„Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara.“

Auglýsing

læk

Instagram