Dómsmál vegna morðsins á Birnu Brjánsdóttur gæti tafist þar sem öll gögn hafa ekki borist

Matsgerð þýska réttarmeinafræðingsins Urs Oliver Wiesbrock í dómsmáli vegna morðsins á Birnu Brjánsdóttur hefur ekki borist. Aðalmeðferð sem áformað er að hefjist á þriðjudag gæti því tafist. Þetta kemur fram á mbl.is.

Skipverjar á Polar Nanoq verða hérlendis í næstu viku og munu bera vitni í málinu. Samkvæmt frétt mbl.is um málið skýrist í byrjun næstu viku hvort aðalmeðferð hefjist á þriðudag en byrjað verður á að taka skýrslu af Tomas Møller Olsen, sem er ákærður fyrir morðið á Birnu. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 17. janúar.

Í frétt mbl.is kemur einnig fram að það verði allavega reynt verði að taka skýrslu af sjómönnunum þar sem ekki er gert ráð fyrir að þeir verði lengi hér á landi. Réttarmeinafræðingnum er ætlað að svara fimm spurningum sem liggja fyrir í málinu en ef matsgerðin verður ekki klár þá gæti það seinkað öðrum hlutum aðalmeðferðarinnar.

Auglýsing

læk

Instagram