Eðlileg viðbrögð að veita lesbísku pari tiltal fyrir að faðmast, hafa samt beðið parið afsökunar

Forstöðumaður Grafarvogslaugar segir að viðbrögð starfsmanns, sem veitti lesbísku pari tiltal fyrir að faðmast, hafi verið eðlileg. Parið hefur samt fengið afsökunarbeiðni frá henni og formanni ÍTR

Sjá einnig: Lesbíur fengu tiltal fyrir að faðmast í Grafarvogslaug: „Særðum víst blygðunarkennd gamals manns“

Eins og Nútíminn greindi frá í gær þá fengu Katrín Sigurbergsdóttir og Ingunn Anna, kærasta hennar, á dögunum óvinalegt tiltal frá starfsmanni Grafarvogslaugar, fyrir að faðmast í sundlauginni.

Katrín segir manninn hafa sagt þær hafa verið að káfa á hvor annarri fyrir framan hann og bætir við að miðaldra, gagnkynhneigt par hafi fengið að faðmast í pottinum óáreitt stuttu áður.

Sólveig Valgeirsdóttir, forstöðumaður Grafarvogslaugar, segir í samtali við Nútímann að um eðlileg viðbrögð starfsmanns hafi verið að ræða. „Ef að starfsmenn fá kvartanir frá gestum, sama hvers eðlis málið er, fara þeir að athuga málið. Það er hluti af þeirra starfi,“ segir hún og bætir við að kynhneigð skipti þar engu máli.

Sólveig segir að haft samband hafi verið við aðra konuna og að þær hafi fengið afsökunarbeiðni, bæði frá henni og formanni ÍTR. Hún segir að atvikið verði rætt innanhúss, eins og önnur atvik sem eiga sér stað í lauginni.

Auglýsing

læk

Instagram