Ekki verður leitað að Arturi með formlegum hætti í dag, afla tölvugagna og vísbendinga

Ekki verður leitað að Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni sem síðast spurðist til fyrir hálfum mánuði, með formlegum hætti í dag. Ákveðið var að afla frekari tölvugagna og vísbendinga í málinu.

Þetta var ákveðið á stöðufundi lögreglu og björgunarsveita í hádeginu í dag en fyrirhugað hafði verið  að björgunarsveitir og Landhelgisgæslan myndu leita að Arturi í dag, á svipuðum slóðum og í gær – eða frá Nauthólsvík að Kópavogshöfn. Frá þessu er greint á Vísi. 

Artur, sem er 25 ára og grannvaxinn, dökkhærður með stutt hár, 186 sm á hæð og með græn augu, er pólskur, en hefur búið á Íslandi um allnokkurt skeið. Talið er að hann sé klæddur í svarta úlpu eða mittisjakka, bláar gallabuxur og hvíta strigaskó.

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Arturs, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.pall@lrh.is eða í einkaskilaboðum á Facebook lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Auglýsing

læk

Instagram