Enginn hefur lagt fram kæru í Reykjavík vegna kynferðisofbeldis á Þjóðhátíð um helgina

Enginn hefur lagt fram kæru í Reykjavík vegna kynferðisofbeldis á Þjóðhátíð um helgina. Nútíminn hafði samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem sagði hvorki kærur né slíkar tilkynningar hafi borist.

Sjá einnig: Amabadama vakti athygli á kynferðisofbeldi á Þjóðhátíð

Lögreglan í Vestmannaeyjum gefur engar upplýsingar um hvort slík brot hafi átt sér stað eða verið kærð á Þjóðhátíð. Nútíminn hafði því samband við fjölmennasta lögregluumdæmið enda geta kærur vegna kynferðisofbeldis borist löngu eftir að brotist á sér stað.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum voru engar alvarlegar líkamsárásir kærðar til lögreglunnar á Þjóðhátíð. Hátíðin fór samkvæmt lögreglu „vel fram miðað við þann fjölda sem hingað kom að skemmta sér.“

Á hátíðinni komu upp um 70 fíkniefnamál en langmest var tekið af amfetamíni og kókaíni og mun minna af kannabisefnum en á öðrum hátíðum.

Auglýsing

læk

Instagram