Erlendur ferðamaður þurfti að gangast undir aðgerð eftir líkamsárás á Laugarvegi

Tveir menn réðust á erlendan ferðamann fyrir utan Bónus á Laugarvegi í gærkvöldi. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem hann þurfti að gangast undir aðgerð. Mbl.is greinir frá þessu.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir í samtali við mbl.is að ferðamaðurinn sem er frá Taílandi sé ekki hætt komin eftir árásina en sé þó töluvert slasaður.

Búið er að handtaka annan mannana sem stóðu að árásinni en hins er nú leitað. Tilefni árásarinnar er enn óljós.

Auglýsing

læk

Instagram