FBI safnar gögnum um atvik í einkaflugvél Pitt og Jolie, sagður hafa beitt börnin ofbeldi

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, safnar upplýsingum um atvik sem sagt er að hafi komið upp í einkaflugvél Brad Pitt og Angelinu Jolie í síðustu viku. Atvikið tengist Pitt og börnum þeirra Jolie.

BBC greinir frá þessu líkt og fjöldi annarra erlendra fjölmiðla. Í frétt miðilsins segir að FBI muni safna gögnunum og því næst meta hvort ástæða sé til að hefja rannsókn á atvikinu.

Örskýring: Af hverju er fólk annað hvort með Jennifer Aniston eða Angelinu Jolie í liði?

Jolie sótti um skilnað við Pitt á mánudaginn. Hún hefur óskað forræði yfir börnunum þeirra sex en vill að faðir þeirra geti heimsótt þau.

Lögreglan í Los Angeles sagði í samtali við BBC ekki hafa mál til rannsóknar sem tengist Pitt og meintu ofbeldi í hans í garð barna hans.

TMZ greinir frá því að Brad Pitt að hafa misst stjórn á skapi sínu í einkaþotu fjölskyldunnar á dögunum. Daginn eftir á Angelina Jolie að hafa sótt um skilnað. Stjörnuparið hefur verið saman í tólf ár en þau giftu sig árið 2014.

Auglýsing

læk

Instagram