Fengu sér frumleg vinkonutattú, með illuminati-pitsusneiðar á lærunum

Vinkonurnar Svanhildur Valdimarsdóttir og Gígja Rún fengu sér ansi frumleg vinkonutattú í Kaupmannahöfn á dögunum. Nútíminn hefur sérstakan áhuga á frumlegum flúrum og heyrði því í Svanhildi sem sagði okkur söguna á bakvið uppátækið.

„Við ætluðum fyrst að fá okkur nafnið hvor á annarri á rasskinnarnar en svo ákváðum við að hafa þetta eitthvað skemmtilegra en bara nafn,“ segir Svanhildur.

Sjá einnig: Þingmaður lét flúra flokkinn á sig í Hollywood

Þær eru báðar að safna fötum með myndum og mat og ákváðu því að fá sér eitthvað í þeim dúr. „Upp kom sú hugmynd að fá okkur egg, beikon og pönnukökur með sýrópi á rasskinnina en það var of mikið — alltof mikið,“ segir Svanhildur.

Það var þá sem að við ákváðum að fá okkur pitsusneið, einfalt gott og þægilegt. En við vildum hafa bullandi pólítík í þessu og þá kom hugmyndin að illuminati-pitsu upp — vegna þess að Gígja á svoleiðis bol.

Í fyrstu ætluðu þær að láta pitsusneiðarnar á rasskinnarnar en þegar á hólminn kom tímdu þær ekki að fela flúrin.

„Þegar heildarmyndin var komin fannst okkur þetta of flott til að vera falið. Þannig að við ákváðum að skella þeim á lærin,“ segir Svanhildur.

Auglýsing

læk

Instagram