Finnur þú ljósmyndarann sem er í felum milli sætaraða í Eldborg í Hörpu?

Það er ekki hlaupið að því að taka ljósmyndir sem sýna 360 gráðu útsýni úr sæti án þess að sjást sjálfur á myndunum.

Glöggir viðskiptavinir miðasöluvefsins Tix tóku eftir því þegar þeir kynntu sér nýjan möguleika á síðunni þar sem hægt er að sjá nákvæmlega hvernig útsýnið er út öllum sætunum í Eldborgarsal Hörpu.

Á sumum myndanna er hægt að sjá ljósmyndarann fela sig milli sætaraða eða nánast undir sætum.

Líflegar umræður sköpuðust á Facebook og gerði fólk sér það að leik að finna ljósmyndarann á sem flestum myndum.

Margir kannast við vandann að velja sér sæti á tónleikum og leiksýningum og vera ekki viss um hversu langt þú situr frá sviðinu eða hvert sjónarhornið sé. Alls voru teknar um átján hundruð 360 gráðu myndir í salnum.

Á Tix.is getur fólk nú fengið yfirlitsmynd af salnum líkt og áður, smellt á sætið sem það vill sitja í og séð útsýnið úr því út í sal. Með því að smella svo á myndina er hægt að sjá 360 gráða útsýni úr sætinu og má þá virða staðsetninguna fyrir sér.

Enn er þó ekki hægt að sjá hvort það verði einhver hávaxinn í sætinu fyrir framan þig.

Auglýsing

læk

Instagram