Formaður Femínistafélags Verzló kærir árás í dalnum: „Lamin fyrir að vera femínisti á þjóðhátíð“

Ráðist var á Stellu Briem Friðriksdóttur í dalnum á Þjóðhátíð í Eyjum í gær. Hún notaði samskiptamiðilinn Twitter til að segja frá árásinni og birta myndir af áverkunum. Hún segir ástæðuna vera að hún sé femínisti.

Stella er formaður Feministafélgas Verzlunarskóla Íslands. Hún segist í samtali við Vísi ætla að kæra árásina. „Það kemur ekkert annað til greina. Maður á að kæra allt svona kjaftæði,“ segir hún.

Hún segir á Vísi að þrjár stúlkur hafi byrjað að atast í sér og vinum sínum þar sem þau sátu hjá hvítu tjöldunum.

Það hélt áfram í smástund þangað til að orðið femínisti bar á góma. Ég reyndi að ræða við þær um það en þá sprakk allt í háaloft, þær stukku á mig og ég lá í grasinu með þær á mér.

Hún þekkir enga af stelpunum sem réðust á hana.

Auglýsing

læk

Instagram