Framkvæmdastjóri KSÍ segir myndir af meintum nýjum búningi ekki koma frá sambandinu

Fótboltasíðan footyheadlines.com birti í morgun mynd sem talin er vera af næsta búningi íslenska landsliðsins í fótbolta. Myndin var ekki birt af ítalska fyrirtækinu Errea sem hannar og saumar íslensku treyjurnar heldur er talið að um leka sé að ræða.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ segir í samtali við Vísi.is að myndirnar hafi ekki komið frá sambandinu og ítrekar að engar teikningar  hafi verið gerðar af væntanlegum búningum. „Það er ekkert búið að hanna nýjan búning og þetta er ekki á okkar vegum.Við erum í ferli með hönnunina en það eru engar teikningar eða neitt,“ sagði Klara í samtali við Vísi.is

Eins og öllum ætti að vera kunnugt um keppir landslið Íslands á lokamóti HM í Rússland næsta sumar og reiknað er með því að nýr búningur liðsins verpi tilkynntur í byrjun næsta árs.

 

Auglýsing

læk

Instagram