Friðrik Dór kom aðdáanda númer eitt á óvart: Viðbrögðin voru stórkostleg

Söngvarinn Friðrik Dór mætti óvænt í þrítugsafmæli í gærkvöldi hjá aðdáanda sem vill meina að hann sé aðdáandi númer eitt.

Plötusnúðurinn og markaðsmaðurinn Elías Jóhann Jónsson, eða Elli Joð, var að hlusta á leiðinlegustu ræðu lífs síns þegar Friðrik Dór birtist óvænt með gítarinn. Viðbrögð Ella voru óborganleg eins og myndbandið hér fyrir neðan sýnir.

Nútíminn var á staðnum og við getum hreinlega ekki staðist að sýna ykkur viðbrögð Ella. Áður en Friðrik mætti talaði Elli um að hann sá eftir að hafa ekki fengið söngvarann til að troða upp í veislunni.

Það sem hann vissi ekki var að Friðrik Dór hafði verið bókaður og átti að koma honum á óvart í miðri ræðu frá góðum félaga, sem búið var að ákveða að yrði hræðileg.

Þið verðið hreinlega að sjá myndbandið af viðbrögðunum. Óborganlegt!

Auglýsing

læk

Instagram