Fullorðnir borga 950 krónur fyrir sundferðina í Reykjavík á næsta ári

Fullorðnir munu greiða 950 krónur fyrir staka ferð í sund í Reykjavík eftir áramót. Það er hækkun um 50 krónur á milli ára, eða 5,6%.

Þetta kemur fram á mbl.is.

Reykjavíkurborg hefur samþykkt að hækka gjaldskrár fyrir ýmsa þjónustu sína frá og með áramótum.

Í frétt mbl.is kemur fram að árið 2010 hafi fullorðinn borgað 360 krónur fyrir að fara í sund í laugum Reykjavíkurborgar. Árið eftir, 2011, var gjaldið hækkað í 450 krónur og hækkaði eftir það um 50 krónur á milli ára.

Breyting varð þó á þegar gjaldið var hækkað úr 650 krónur í 900 krónur á milli áranna 2015 og 2016.

Í dag kostar 10 miða kort í sund fyrir fullorðna 4.300 en mun það kosta 4.400 krónur eftir áramót. Með því að kaupa kortið greiðir fullorðinn 440 krónur í sund, ekki tæplega þúsund krónur.

Auglýsing

læk

Instagram