Gæi var sannfærður um sigur Íslands og græddi stórfé: „Ég hef ómælda trú á þessum víkingum“

Garðar Agnesarson sem flestir þekkja sem Gæi er einn vinsælasti Snappari landsins. Hann horfði, eins og þorri þjóðarinnar, á íslenska landsliðið leggja það tyrkneska í gærkvöldi en fyrir leik var Gæi viss um sigur Íslands. Raunar svo sannfærður að hann ákvað að veðja á íslenskan sigur sem borgaði sig heldur betur og gerði hann þúsund evrum ríkari.

Sjá einnig: Hver er þessi Gæi sem hefur slegið í gegn á Snapchat? „Það er ekki ein leikin mínúta“

Gæi segist sjálfur ekki vera mikil fótboltaáhugamaður en hann fylgist alltaf með strákunum okkar. „Ég hef ómælda trú á þessum víkingum og ákvað að láta vaða. Ég lagði 225 evrur undir og vann 1000 evrur,“ segir Gæi í samtali við Nútímann.

Gæi segist ekki leggja það í vana sinn að veðja íþróttaviðburði en hann er ekki hættur að veðja á strákana okkar. „Þetta var í annað skiptið sem ég veðja en ég setti 100 evrur á Conor McGregor í síðasta bardaga, sem ég tapaði. Ég held ég haldi mig við strákana okkar og ætla setja eitthvað á leik Íslands og Kósóvó.“ 

Auglýsing

læk

Instagram