Gangnam Style ekki lengur vinsælast á YouTube, víkur fyrir See You Again úr Furious 7

Auglýsing

Gangnam Style er ekki lengur vinsælasta lagið á YouTube. Í fimm ár hefur það verið með flest áhorf en nú hefur tónlistarmyndband við lag Wiz Khalifa og Charlie Puth, See You Again, skotist upp í efsta sætið. Frá þessu er greint á BBC.

Þegar þetta er skrifað hefur verið horft 2,895,724,783 sinnum á myndbandið við See You Again. Gangnam Style er aftur á móti með 2,894,530,818 áhorf.

See You Again var samið fyrir bíómyndina Furious 7. Það er leikið í lok myndarinnar þegar textinn rúllar niður skjáinn til minningar um leikarann Paul Walker sem lést í bílslysi áður en lokið var við gerð myndarinnar.

Auglýsing

Ekki er víst að lagið verði lengi í efsta sætinu því sumarsmellurinn Despacito gæti hæglega tekið fram úr. Á hálfu ári er það með rúmlega 2,5 milljarða af áhorfum og gefur ekkert eftir.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram