Guðni Th lofsamar Elly: „Svona á að segja frá liðinni tíð“

Lokasýning á leikritinu vinsæla Elly fór fram í Borgarleikhúsinu í gær. Áhorfendamet Borgarleikhúsins var slegið en áhorfendafjöldi sýningarinnar, sem fjallar um ævi og ástir Ellyjar Vilhjálms, fór upp í 104.466 samtals. Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, var á meðal gesta í gær, ásamt Elizu Reid konu sinni, og hann hreifst af því sem hann sá.

Sjá einnig: Áhorfaendamet slegið á lokasýningunni á Elly

Guðni tjáði sig um leiksýninguna í fallegri færslu á Facebook fyrir skömmu þar sem hann hrósar sérstaklega Ragga Bjarna.

„Á engan er hallað þótt ég þakki Ragga Bjarna sérstaklega fyrir hans þátt og þá ræktarsemi sem hann hefur sýnt minningu Ellýjar með því að mæta á flestar hinna 220 sýninga sem verið hafa á fjölum Borgarleikhússins. Í gær lét hann sig ekki vanta þótt hann sé að jafna sig eftir erfiða læknisaðgerð. Takk Raggi!“

Þá talaði Guðni um hversu vel söngleikurinn hafi verið gerður og minntist Ellýjar Vilhálms með hlýjum orðum. Með færslunni deildi hann svo skemmtilegri mynd þar sem hann og Raggi Bjarna sjást syngja saman „Vert‘ ekki að horfa svona alltaf á mig“.

„Myndin að neðan er af sjaldgæfum viðburði, og sem betur fer án hljóðs að því er mig varðar: Við Raggi Bjarna að taka saman „Vert‘ ekki að horfa svona alltaf á mig“ á góðum fundi fyrir nokkrum árum. Gott ef Þorgeir Ástvalds lék ekki undir. Ég skora á hann og annað gott útvarpsfólk að flytja vel valin lög með Ellý og Ragga núna í vikunni þegar við fögnum 75 ára afmæli lýðveldisins.“

Auglýsing

læk

Instagram