Guðni Th. undirritar skipunarbréf fimmtán dómara: Ekki mistök við tilhögun atkvæðagreiðslunnar

Auglýsing

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, undirritaði í morgun skipunarbréf fimmtán dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetanum.

Fimmtudaginn 1. júní greiddu þingmenn atkvæði um tillögur Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um skipan 15 dómara við nýjan Landsrétt sem hefur störf næstu áramót. Atkvæðin voru greidd í einu lagi.

Eftir atkvæðagreiðsluna heyrðust efasemdir og ásakanir um að ekki hefði verið staðið rétt að henni. Lögfræðingar ræddu þetta í fjölmiðlum og undirskrifum var safnað þar sem skorað var á Guðna að skrifa ekki undir skipunarbréfið. Þá hafði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, samband við Guðna og lýsti yfir efasemdum um hvort atkvæðagreiðslan hefði við lögleg.

Guðni ákvað að kynna sér málið. Hann ákvað að afla staðfestingar á þeirri atvikalýsingu sem kom fram í fjölmiðlum og kanna hvort skrifstofa Alþingis og lögfræðingar teldu hugsanlegt að ekki hefði verið staðið rétt að atkvæðagreiðslunni.

Auglýsing

Í ljós kom að við upphaf atkvæðagreiðslunnar lagði forseti Alþingis til að greidd yrðu atkvæði um tillöguna í heild sinni en ekki um hver einstakling fyrir sig, ef enginn mótmælti því. Enginn mótmæti og því voru greidd atkvæði um alla fimmtán í einu.

Guðni komst að þeirri niðurstöðu að mistök hefðu ekki átt sér stað við undirbúning og tilhögun atkvæðagreiðslunnar og hún hafi verið í samræmi við lög, þingvenju og þingsköp.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram