Gunnar Nelson berst ekki við Darren Till í mars: „Segist vera veikur“

Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í Lundúnum þann 17. mars n.k. Fjölmiðlar greindu frá því í síðustu viku að Gunnar hefði samþykkt að berjast við Till og reiknuðu flestir með því að Till myndi slá til. Vísir.is greinir frá því í dag að Till hafi afþakkað bardagann. 

„Till segist vera veikur og ekki klár í að keppa eftir tvo mánuði. Það er klárt að umboðsmaður hans fékk boð frá UFC um að berjast við Gunnar en hvort hann svo skilaði því veit ég ekki. Ég vona að hann sé ekki bara að klóra sér í afturendanum,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars í samtali við Vísi.

Haraldur segir að unnið sé að því að fá bardaga fyrir Gunnar í London í mars en líkurnar á að það náist versna með hverjum deginum. „Það væri gaman að fá bardaga sem fyrst og þá við einhvern af þeim sem eru á styrkleikalistanum. Það er bara erfitt því það virðast allir vera meiddir eða á leiðinni í klippingu eða eitthvað svoleiðis,“ segir Haraldur Nelson í samtali við Vísi.is. 

Auglýsing

læk

Instagram