Hannes hengdi upp mynd af merki HM í Rússlandi í svefnherbergið fyrir ári síðan: „Það virkaði“

Hanes Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu hengdi upp mynd af merki heimsmeistarmótsins í svefnherbergið sitt fyrir ári síðan. Myndin átti að minna hann á markmiðið sem var skýrt. Að komast á HM í Rússlandi.

Hannes greindi frá þessu í færslu á Facebook þar sem hann segir að draumurinn um að leika á HM hafi verið fjarlægur þegar myndin fór upp á vegg.

Tilgangurinn með myndinni var að minna mig á markmiðið á hverjum degi

Í heilt ár var myndin það fyrsta sem hann sá þegar hann vaknaði á morgnana og það síðasta sem hann sá þegar hann fór að sofa. Hann segir uppátækið hafa haft frábær áhrif á sig og til að gera langa sögu stutta þá hafi þetta virkað.

Færslu Hannesar má sjá hér að neðan

A year ago I printed this picture and put it on the wall in my bedroom. At the time we had played one game in a very…

Posted by Hannes Halldorsson on Föstudagur, 13. október 2017

Auglýsing

læk

Instagram