Heillaði Sigmund Davíð upp úr sitthvorum skónum

Söng- og útvarpskonan Salka Sól Eyfeld, úr hljómsveitunum Amaba dama og Reykjavíkurdætrum var á meðal gesta Loga Bergmann í spjallþætti hans á Stöð 2 í gærkvöldi.

Salka mætti í spjall á eftir forsætisráðherranum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, sem grínaðist með að rugla saman Borgardætrum og Reykjavíkurdætrum.

Salka stýrði þættinum Sumarmorgnar ásamt Dodda litla á Rás 2 í sumar. Þar var vikunni slúttað með því að rappa fréttir vikunnar og bað Logi hana einmitt um það í gær, sem hún gerði með stórkostlegum árangri.

Myndbandið er hér fyrir neðan. Á meðal frétta sem hún tekur fyrir er Mjólkursamsölumálið, úrslitaleikur FH og Stjörnunnar, tonnin af írska smjörinu sem eru geymd í frysti á Akureyri og kynjakvótinn sem kom og fór úr undankeppni Eurovision.

Athugið: Stöð 2 á réttinn á þessu myndbandi. Nútíminn er að stelast til að birta það. Sorrí, Logi.

Auglýsing

læk

Instagram